Samræðuþing um samræður í skólastarfi

Kennarar á samræðuþingi
Kennarar á samræðuþingi

Fimmtudaginn 12. maí var haldið samræðuþing í Háskólanum á Akureyri. Á þinginu voru saman komnir kennarar sem hafa sýnt hafa samræðum í skólastarfi áhuga og unnið að því að efla samræður til náms með nemendum sínum. Upphaflega var þingið hugsað sem eins konar uppskeruhátíð fyrir þá kennara sem unnið hafa að rannsóknar- og þróunarverkefninu Hugleikur - samræður til náms sl. tvö ár og ákvað hópurinn að opna þingið og bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á samræðum að koma og taka þátt. Alls voru þinggestir ásamt fyrirlesurum 43. Kennararnir komu frá 8 skólum á Akureyri og af öllum skólastigum. Þingið tókst vel og þökkum við öllum þeim sem komu kærlega fyrir þátttökuna.

Myndir frá þinginu.

Í vor eru tvö ár liðin frá því að þróunarverkefnið Hugleikur samræður til náms hófst. Markmið verkefnisins er að læra um samræðuaðferðir og auka færni þátttakenda í að nota aðferðirnar á vettvangi með nemendum, í því skyni að efla hæfni þeirra til að draga ályktanir og skapa merkingu, spyrja rannsakandi og gagnrýninna spurninga og taka upplýsta afstöðu í samræðum. Nú er fyrsta áfanga verkefnisins lokið og af því tilefni bauð þróunarhópurinn, kennaradeild HA og miðstöð skólaþróunar HA til þingsins sem helgað var samræðum í skólastarfi.  

Dagskrá þingsins

14.00

Setning

14.15    

Lizzy Lewis, 
Verkefnisstjóri, SAPERE www.sapere.org.uk
Ritari, ICPIC (The International Council of Philosophical Enquiry with Children) og fyrrum forseti samtakana www.icpic.org

15.00

Kaffihlé

15.10    

Léttir upphitunarleikir og samræðuæfingar

15.30   

Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekikennari og skólastjóri Garðaskóla

16.15   

Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild HA

17.00   

Þinglok


Þingið var endurgjaldslaust.

Fyrirhugað er að bjóða skólum verkefnið skólaárið 2016-2017 og rannsaka árangur þess. Þeir skólar sem áhuga hafa á því að vera með næsta skólaár vinsamlega hafið samband (sz@unak.is) og fáið nánari upplýsingar.

Verkefnið Hugleikur samræður til náms er styrkt af Háskólasjóði KEA, Rannsóknasjóði HA og samræðuþingið var styrkt af Verkefnasjóði um styrk Akureyrarbæjar til Háskólans á Akureyri.