Styrkir vegna ráðstefnuhalds

Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) hlaut styrki úr Verkefnasjóði HA, frá Eyþingi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og KÍ til að halda málþing um starfshætti í skólum. Málþingið fór fram 28. maí sl. og var markmið þingsins að vekja umræðu um stefnuna skóli án aðgreiningar og hvernig starfshættir í skólum hafa þróast m.t.t. hennar. Þingið fór fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og var öllum opið.

MSHA fékk einnig styrk frá Verkefnasjóði HA vegna námstefnu um Byrjendalæsi sem haldin var 16. september sl. um 200 kennarar sóttu námstefnuna. MSHA þakkar styrktaraðilum veittan stuðning.

Dagskrá málþingsins Að greina sundur hina flóknu þræði - Vandamálavæðing eða starfsþróun í skólum?

Dagskrá námstefnu um Byrjendalæsi