Dagskrá haustráðstefnu 2014

Læsi – til samskipta og náms

Ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri 13. september 2014

8.30

Skráning og afhending gagna – molakaffi

9.00

Setning
Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs HA.

9.10

Ávarp menntamálaráðherra
Illugi Gunnarsson.

9.25

Improving reading comprehension
Sue Ellis, prófessor í menntunarfræðum við Strathclyde, háskólnn í Glasgow og sérfræðingur í læsi og læsisrannsóknum.

10.15

Kaffi

10.45

Málstofulota I (2x40 mín)

1.1

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla
Rúnar Sigþórsson, prófessor við HA.

Þáttur skólastjóra í innleiðingu og þróun Byrjendalæsis: Samanburður á tveimur skólum
Eygló Björnsdóttir, dósent við HA, María Steingrímsdóttir, dósent við HA, og Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við HA.

Hlutverk leiðtogans í innleiðingu og þróun Byrjendalæsis í ljósi mismunandi aðstæðna
Eygló Björnsdóttir, dósent við HA, María Steingrímsdóttir, dósent við HA, og Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við HA.

Aðalnámskrá – skólanámskrá – Byrjendalæsi
Guðmundur Björn Kristmundsson, dósent við HÍ.

1.2

Lesið í leik: Kynning á læsisstefnu leikskóla Reykjavíkurborgar
Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir þróunarfulltrúi og Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnisstjóri. 

Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna: Kynning á þróunarverkefni
Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur og Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri.

1.3

Lestur á skilum leik- og grunnskóla: Samfella – námsefnisrek
Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu um þróun skólastarfs við HÍ.

Ferilbók: Vörður á leið til læsis
Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri Grunnskólanum austan Vatna, og Halldóra Haraldsdóttir, dósent við HA.

1.4

Nýting lesskimunar í lestrarkennslu
Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri sérúrræða í Álfhólsskóla, og Guðný Hafsteinsdóttir, kennari í Álfhólsskóla.

Vesturbæjarlestur
Hrefna Birna Björnsdóttir, kennari í Vesturbæjarskóla, og Margrét Ásgeirsdóttir, kennari í Melaskóla.

1.5

Hvernig mætir grunnskólinn þörfum nemenda með lestrarerfiðleika?
Jóhanna Lovísa Gísladóttir sérkennari. 

Samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi
Ester Helga Líneyjardóttir, deildarstjóri samþætts skóla- og frístundastarfs í Fellaskóla, Nichole Leigh Mosty, skólastjóri leikskólanum Ösp og Sólveig Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri leikskólanum Ösp.

1.6

Að skoða ritun í gegnum hugmyndir um fjölhátta eðli læsis
Karen Rut Gísladóttir, lektor við HÍ.

Íslenskukennsla og læsi
Kristján Jóhann Jónsson, dósent við HÍ.

1.7

Nýjar leiðir í læsi á ensku: Gildi, gagn og gaman í FG
Anna Jeeves kennari við FG og aðjúnt við HÍ, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, kennari við FG, og Fríða Gylfadóttir, kennari við FG.

Áhrif þess að vera óupplýsingalæs
Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir upplýsingafræðingur.

12.05

Matarhlé

12.45

„Sko ég get alveg lesið, en ég nenni ekki að lesa“. Lestraráhugi drengja og leiðir kennara til að efla áhuga nemenda sinna á lestri
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur við HA.

13.35

Málstofulota II (2x40 mín)

2.1

Rannsókn á Byrjendalæsi

Ritun til náms
Baldur Sigurðsson, dósent við HÍ.

Leiðir til eflingar lesskilnings í 1. og 2. bekk grunnskóla
Halldóra Haraldsdóttir, dósent við HA.

Tilhögun læsiskennslu á yngsta stigi: Niðurstöður úr spurningalistakönnun meðal kennara í grunnskólum á Íslandi
Kjartan Ólafsson, lektor við HA.

2.2

Rannsókn á þjálfun 3 ára barna í tónlist og forlestrarfærni
Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor við HÍ, og Hildur Halldórsdóttir grunnskólakennari.

Áhrif K-PALS aðferða við þjálfun hljóðkerfisvitundar og umskráningar fimm ára barna
Kristín Svanhildur Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leikskólaleiðbeinandi, og Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við HÍ. 

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau": Upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum
Kristín Helga Guðjónsdóttir grunnskólakennari og Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við HÍ.

2.3

Rannsókn á orðaforða íslenskra barna á aldrinum fjögra til átta ára: Framfarir, stöðugleiki og einstaklingsmunur
Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ.

Rituð textagerð í fyrstu bekkjum grunnskóla: Áherslur í kennslu skipta máli
Rannveig Oddsdóttir, doktorsnemi við HÍ, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ, Freyja Birgisdóttir, dósent við HÍ, og Steinunn Gestsdóttir, dósent við HÍ.

2.4

Gagnvirkur lestur: Náms- og kennsluaðferð á öllum skólastigum
Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA.

Læsi og myndasögur: Fundið fé og ávöxtun þess
Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA. 

2.5

 

Læs í vor: Hröðun lestrarleikni með stýrðum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun, íslensk dæmi frá 2001–2014
Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennsluráðgjafi.

2.6

Einkenni læsis á stærðfræði hjá íslenskum nemendum: Atriðagreining á PISA niðurstöðum 2012
Almar Miðvík Halldórsson, verkefnisstjóri PISA.

Að verða læs á náttúrufræðitexta: Máttur málkerfa
Hafþór Guðjónsson, dósent við HÍ.

2.7

Áhrif spjaldtölva á eflingu upplýsinga-, miðla- og tæknilæsis
Jóhanna Þorvaldsdóttir, meistaranemi við HA, Hermína Gunnþórsdóttir, lektor við HA, og Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA.

Hvítbók: Hvernig getum við aukið læsi saman?
Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ph.D. verkefnastjóri Hvítbókar

14.55

Molakaffi

15.15

Samskipti, læsi og tjáning í rafrænu umhverfi
Finnur Friðriksson, dósent við HA.

15.55

Ráðstefnuslit
Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við HA. 

 

Ráðstefnustjóri er Trausti Þorsteinsson, dósent við HA.

 

Skráning