Læsi - til samskipta og náms

Ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri

Í tengslum við alþjóðadag læsis efnir miðstöð skólaþróunar við  Háskólann á Akureyri til ráðstefnu um læsi laugardaginn 13. september. Fjallað verður um læsi út frá margvíslegum sjónarhornum. Efni ráðstefnunnar er sniðið að leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:

  • Dr. Sue Ellis, Reader við Strathclydeháskóla í Glasgow
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur við miðstöð skólaþróunar HA
  • Finnur Friðriksson, dósent við hug- og félagsvísindasvið HA

Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að læsi og árangursríku skólastarfi.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Oddsdóttir, sími 460-8588, netfang: rannveigo@unak.is og Ingibjörg Auðunsdóttir, sími 460- 8580, netfang ingibj@unak.is

Skráning á ráðstefnu