Valmynd Leit

Vorráđstefna 2017

Ráđstefna um menntavísindi á vegum Miđstöđvar skólaţróunar HA og Jafnréttisstofu 
haldin í Háskólanum á Akureyri 1. apríl 2017

Jafnrétti í skólastarfi


Árleg vorráđstefna Miđstöđvar skólaţróunar viđ Háskólann á Akureyri (MSHA) verđur haldin 1. apríl 2017 og verđur hún ađ ţessu sinni haldin í samstarfi viđ Jafnréttisstofu. Ţema ráđstefnunnar er jafnrétti í skólastarfi. Samkvćmt gildandi menntastefnu er markmiđ jafnréttismenntunar ađ skapa tćkifćri fyrir alla til ađ ţroskast á eigin forsendum, rćkta hćfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friđar, umburđarlyndis, víđsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan ţátt í ađ skapa samfélag sem byggir á ţessum gildum. Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsađferđa og námsumhverfis. Jafnrétti er regnhlífarhugtak sem nćr samkvćmt námskrá til eftirfarandi ţátta; kyns, kynhneigđar, kynvitundar, menningar, litarháttar, ćtternis, ţjóđernis, tungumáls, trúarbragđa, lífsskođana, fötlunar, stéttar, búsetu og aldurs. 

Efni ráđstefnunnar er sniđiđ ađ leik-, grunn-, framhalds- og háskólum.  

Ađalfyrirlesarar ráđstefnunnar eru:

  • Dr. Guđný Guđbjörnsdóttir, prófessor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands
  • Raddir nemenda. Nemendur í VMA
  • Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands

Auk ađalfyrirlestra verđa málstofur og smiđjur ţar sem reifuđ verđa ýmis mál er lúta ađ jafnrétti í skólastarfi. Hvert erindi verđur 30 mínútur og innan ţess tíma er gert ráđ fyrir umrćđum/fyrirspurnum. Smiđjur verđa 60 mínútur. 

Dagskrá ráđstefnunnar

Veggspjald

Frestur til ađ skrá ţátttöku er til og međ 28. mars og tilkynna ţarf forföll međ 3 daga fyrirvara annars greiđist fullt ráđstefnugjald, síđasti dagur til ađ tilkynna forföll er 28. mars. Ráđstefnugjald er 10.000 krónur

Skráning á ráđstefnu

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Zophoníasdóttir, 460 8564, netfang: sz@unak.is.


Miđstöđ skólaţróunar

Sólborg v/norđurslóđ              600 Akureyri, Iceland              msha@msha.is              S. 460 8590 

Skráđu ţig á póstlistann

Fylgdu okkur eđa deildu