KEA veitir MSHA styrk

Styrkhafar 2018
Styrkhafar 2018

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA föstudaginn 1. desember og fór úthlutunin fram í Hofi á Akureyri. Sjóðurinn styrkir fjölda mikilvægra samfélagsverkefna og hlutu að þessu sinni 64 aðilar styrki.

Miðstöð skólaþróunar var þar á meðal en MSHA hlaut styrk til að þróa Orðaleik sem er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál.

Námsefnið samanstendur af handbók um orðanám, kennsluleiðbeiningum, myndasafni og rafrænum verkefnum. Það verður notendum að kostnaðarlausu og aðgengilegt á vef.

KEA eru færðar bestu þakkir fyrir góðan stuðning.