Osmo words - að búa til verkefni á íslensku - 22. október

Margir skólar eiga Osmo kennslutæki sem hægt er að nota með Ipad spjaldtölvum, með því að læra að gera verkefni í Words smáforritinu má auka notagildi Osmo til muna.

Á námskeiðinu verður skoðað hvernig hægt er nota Osmo Words til að efla hljóðkerfisvitund og stafakunnáttu í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla. Appið er einnig sniðugt í tungumálakennslu á öllum skólastigum. 

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til verkefni í OSMO Words á netinu og færa þau yfir í smáforritið. Verkefnin er hægt að gera hvort heldur sem er í tölvu eða Ipad. Þátttakendur geta komið með eigin tæki eða fengið lánuð tæki hjá MSHA.

Kennari: Íris Hrönn Kristinsdóttir

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið