Flýtilyklar
Bókaormar og lestrarhestar í leikskóla
Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA
Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is,
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 4608588
Markhópur:
Leikskólar
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur
Umfang:
Grunnnámskeið 3 tímar / framhaldsnámskeið 2 x 2 tímar
Möguleiki á frekari stuðningi við þróunarvinnu
Lýsing:
- Á grunnnámskeiðinu er fjallað um gildi barnabóka í leikskólastarfi og hvernig hægt er að nýta þær í vinnu með málrækt og læsi. Farið er yfir hvernig tengja má alla helstu þætti læsis inn í þemavinnu út frá barnabókum, það er tjáningu, hlustun, orðaforða, hljóðkerfisvitund, málnotkun og ritun. Lögð er áhersla á að tengja starfið við námskrá skólans og vinna á skapandi hátt út frá námssviðunum, með leik og áhugahvöt barnanna að leiðarljósi.
- Á framhaldsnámskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að búa til kennsluáætlun og prófa í starfi með börnum.
- Möguleiki er á áframhaldandi þróunarvinnu með stuðningi og ráðgjöf frá MSHA.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- dýpkað þekkingu sína á gildi barnabóka í leikskólastarfi
- aukið þekkingu sína og skilning á undirstöðuþáttum læsis
- öðlast leikni í að nýta barnabækur til málörvunar
- lært að búa til kennsluáætlanir byggðar á barnabókum
- lært hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast í starfi
- fengið tækifæri til að hitta aðra kennara, miðla hugmyndum, ræða saman og þróa skólastarfið
Eftir námskeiðið hafa kennarar öðlast öryggi í að vinna með barnabækur á faglegan, markvissan og skapandi hátt sem skilar sér í markvissari vinnu með grunnþætti læsis í leikskólastarfi
Staðsetning:
HA eða í skólum sem kaupa námskeiðið
Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is,
Rannveig Oddsdóttir, ranneigo@unak.is, 4608588