Forritun fyrir leikskólabörn

Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA

Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is
Sólveig Zophoníasdóttir, sz@unak.is, 460 8564

Markhópur:
Leikskóli
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur

Umfang:
3 tímar

Lýsing:
Forritun er einn af þeim þáttum sem spáð er að verði mikilvægur í námi framtíðarinnar. Hægt er að byrja snemma að kenna leikskólabörnum forritun og þjálfa þá hæfni sem forritun byggir á í gegnum leik og skemmtileg verkefni. Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til að kynnast og prófa nokkur nýstárleg leikföng og smáforrit sem hægt er að nota til að kenna börnum grunnhugtök og -færni í forritun og stærðfræði.

Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:

  • dýpkað þekkingu sína á grunnþáttum forritunar
  • öðlast leikni í að nota nokkur leikföng og smáforrit í forritunarkennslu
  • öðlast skilning á hvernig hægt er að nota snjalltæki á skapandi hátt í kennslu
  • lært að tengja vinnu með forritun við aðra námsþætti leikskólans
  • fengið tækifæri til að hitta aðra kennara, miðla hugmyndum, ræða saman og þróa skólastarfið

Eftir námskeiðið hafa kennarar kynnst nýjum kennsluaðferðum og tækjum sem nýta má á fjölbreyttan hátt til að kenna forritun í leikskóla.

Staðsetning:
HA eða úti í skólum

Nánari upplýsingar veita: 
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is
Sólveig Zophoníasdóttir, sz@unak.is, 460 8564