Hugleikur - samræður til náms

Haustið 2014 hófst þróunar- og rannsóknarverkefnið Hugleikur - samræður til náms sem unnið er í samstarfi kennaradeildar Háskólans á Akureyri, Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og valinna leik-, grunn- og framhaldsskóla á Akureyri. 

Meginmarkmið verkefnisins að búa til og þróa námskeið í samræðuaðferðum fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og rannsaka áhrif samræðu á nám og kennslu. Samræðuaðferðir fela í sér að spyrja spurninga sem hvetja til ígrundunar í þeim tilgangi að efla með nemendum gagnrýna hugsun og hæfni til að ræða saman um viðfangsefni. Í þróunarferlinu verður kennurum kennd samræðuaðferð sem þeir síðan nota og þjálfa á vettvangi með nemendum.

Skólaárið 2016-2017 tóku um 50 kennarar á Akureyri þátt í verkefninu og kom kennarahópurinn úr leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Verkefnið hefur verið styrkt af Háskólajóði KEA og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri og einnig fengið styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til handbókargerðar um samræðuaðferðir fyrir kennara.

Vefur Hugleiks