Félagastuðningur

Þróunarverkefni
Námskeið (sérsniðið)

Sérfræðingur: Sólveig Zophoníasdóttir, sz@unak.is, 460 8564

Markhópur:
Öll skólastig
Kennarar og stjórnendur

Umfang:
Námskeið getur verið breytilegt að umfangi og ákveðið í samráði við þátttakendur.
Þróunarverkefni nær að lágmarki yfir 1 ár.

Lýsing:
Félagastuðningur eða jafningjastuðningur (e. peer coaching, partnership coach) er gagnvirkt samband milli amk tveggja einstaklinga sem vinna saman að því að setja sér fagleg og starfstengd markmið og styðja hvor annan við að ná þeim. Félagastuðningur getur átt sér stað í öllum fagstéttum hjá öllum aðilum. Starfshættir og hugarfar sem einkenna félagastuðning eru ígrundun, samræða, rýni í eigið starf á vettvangi, gagnvirkni og traust. Félagastuðningur felur einnig í sér að spyrja spurninga, hlusta, deila með sér og leita leiða, prófa sig áfram og vera virkur þátttakandi. Þegar vel tekst til með stuðninginn getur hann nýst sem tæki til starfsþróunar og ævináms.

Markmið:
Verkefnið hefur bæði faglegt og hagnýtt gildi. Þátttakendur setja sér starfstengd markmið, búa til áætlun til að vinna eftir og beita aðferðum félagastuðnings til að ná árangri.

Fyrirkomulag:
Verkefnið er sniðið sem heils árs þróunarverkefni. Það hefst með 4 klst námskeiði að hausti, í kjölfarið er upphafsfundur með jafningjapari, eftirfylgnifundir eru þrír á tímabilinu, tölvupóstsamskipti við ráðgjafa þess á milli og lokafundur að vori. Námskeið geta náð yfir styttri tímabil.

Nánari upplýsingar:
Sólveig Zophoníasdóttir, sz@unak.is, 460 8564