Flýtilyklar
Læsi og snjalltækni
Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA
Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is,
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588
Markhópur:
Leikskóli
Fyrir hverja?
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur
Umfang:
3 tímar
Möguleiki á frekari stuðningi við þróunarvinnu
Lýsing:
Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að nýta snjalltæki sem verkfæri í vinnu með málrækt og læsi í leikskóla. Þátttakendur fá kynningu á nokkrum smáforritum sem gefa fjölbreytta möguleika á skapandi starfi með mál og læsi.
Forritin taka til flestra þátta læsis en meðal annars verður fjallað um rafbóka-, sögu- og myndbandagerð, forrit sem nýta má til að efla orðaforða, hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- kynnt sér ýmis smáforrit sem nýta má til málörvunar og læsiskennslu
- lært að nýta snjalltæki sem kennslutæki
- lært að nýta snjalltæki á opinn og skapandi hátt til að vinna að markmiðum í námskrá
- fengið tækifæri til að hitta aðra kennara, miðla hugmyndum, ræða saman og þróa skólastarfið
Eftir námskeiðið hafa kennarar kynnst smáforritum sem nýta má á fjölbreyttan hátt í læsiskennslu leikskólabarna.
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er haldið í HA eða úti í skólum
Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is,
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588