Valmynd Leit

Leikskólinn – grunnþættir menntunar og leikskólastarfið

Þróunarverkefni
Þóra Rósa Geirsdóttir sérfræðingur

Í nýrri aðalnámskrá er að finna áherslu á gildi leiksins en jafnframt er gert ráð fyrir að efnisval og inntak náms, kennslu og leiks endurspegli grunnþætti menntunar og að þær hugmyndir sem að baki grunnþáttunum liggja séu sýnilegar í öllu skólastarfi. 
Miðstöð skólaþróunar býður fram stuðning við stjórnendur og starfsfólk leikskóla við að skoða eigin starfshætti í ljósi nýrrar aðalnámskrár. Lögð er áhersla á að starfsfólk viðkomandi leikskóla komi að mótun verkefnisins og að markmið og leiðir í þróunarstarfinu séu mótaðar í samvinnu sérfræðinga HA og starfsfólks viðkomandi leikskóla. Þróunarverkefnið er þannig lagað að þörfum hvers skóla og getur náð yfir lengri eða skemmri tíma.


Miðstöð skólaþróunar

Sólborg v/norðurslóð              600 Akureyri, Iceland              gunnarg@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eða deildu