Málstofa 1.4

Málstofa 1.4 

 

How can teacher – student dialogue help students to learn?

Neil Mercer, prófessor við Cambridgeháskóla

This session will focus on teacher-student talk in the classroom. Through looking at how some of the most effective teachers interact with their students, researchers have found that some kinds of dialogue are particularly helpful for helping students learn and for developing their skills in using language for thinking.

Thinking Together


 

Kúnstin að tala saman

Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri í Oddeyrarskóla (fkh@akmennt.is)

Í kynningunni verður sagt frá starfendarannsókn sem unnin var með kennurum á unglingastigi í Oddeyrarskóla, skólarárið 2012-2013. Tilgangur verkefnisins var að auka þátt samræðunnar í námi, m.a. í ljósi innleiðingar Aðalnámskrár grunnskóla frá 2011, þar sem áhersla er lögð á samræðu og samvinnu. Leitast var við að finna svör við spurningunni:  Hvaða leiðir er hægt að fara til að þjálfa nemendur í að ræða saman um nám sitt á skipulegan og gagnrýninn hátt, svo þeir verði virkari og ábyrgari í námi sínu og sjái möguleikann í hinu talaða máli sem öfluga leið til náms?

Niðurstöður gefa til kynna að til þess að nemendur nái að nýta sér samræður til að verða virkari og öflugri námsmenn, þurfa þeir að ná tökum á ákveðnum samræðuaðferðum og það krefst töluverðrar þjálfunar. Einnig þarf að huga að fjölmörgum öðrum þáttum sem snúa m.a. að viðteknum ríkjandi viðhorfum til náms. Bæði kennarar og nemendur verða að einhverju leyti að tileinka sér ný vinnubrögð og jafnvel velta fyrir sér grundvallarspurningum sem lúta að námi.



Hugleikur: Samræður til náms

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við HA (ghf@unak.is), Fríða Pétursdóttir, kennari í Glerárskóla (fridap@akmennt.is), Helga María Þórarinsdóttir, kennari á Lundarseli (helgam@simnet.is), Jórunn Elídóttir, dósent við HA (je@unak.is), og Snorri Björnsson, kennari við VMA (snorri@vma.is)

Hugleikur – samræður til náms er samstarfsverkefni MSHA, kennaradeildar HA og sex leik-, grunn- og framhaldsskóla. Verkefnið hófst formlega haustið 2014 og tekur það mið af íslenskri menntastefnu eins og hún birtist í aðalnámskrám. Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni hæfni barna og ungs fólks til að taka þátt í samræðum í daglegu skólastarfi. Verkefnið er þverfaglegt og hefur gildi fyrir kennara og nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt að á samræðum sem sýna að þær efli ígrundun nemenda og hugsun þeirra um eigin hugsunaraðferðir. Samræðuaðferðir fela í sér að spyrja spurninga sem hvetja til ígrundunar í þeim tilgangi að efla með nemendum gagnrýna hugsun og hæfni til að ræða saman.

Á málstofunni verður sagt frá verkefninu, gildi þess og framvindu en nýnæmi verkefnisins felst í að rannsaka áhrif samræðuaðferða á nám og að þróa leiðir til að beita náms- og kennsluaðferðum sem stuðla að hæfni sem skiptir máli fyrir einstaklinga og samfélag á 21. öldinni.