Valmynd Leit

Mįlstofa 1.6

Málstofa 1.5 

 

Leiðsagnarmat og vörðuvikur

Ívar Rafn Jónsson, kennari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (ivar@fmos.is), og Birgir Jónsson, kennari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (birgir@fmos.is)

Í þessu erindi segjum við frá starfendarannsókn tveggja kennara sem þróuðu aðferð til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sínum við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Aðferðin fólst einkum í að auka samtal milli nemenda og kennara með aðferð sem við köllum "vörðuvikur" Til að meta árangurinn tókum við rýniviðtal við hóp nemenda sem lýstu upplifun sinni af verkefninu og komu með hugmyndir um hvernig mætti þróa aðferðina áfram. Við lýsum hvernig við framkvæmdum vörðuvikurnar og gerum grein fyrir helstu niðurstöðum úr rýnihópnum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr rýnihópnum veltum við upp spurningum varðandi gildi einkunna í námsmati og hvaða lærdóm við kennarar getum dregið af verkefninu, sérstaklega með hliðsjón af því hvort við kennarar séum að gefa okkur nægilegan tíma og svigrúm til að "tala við" nemendur okkar um námið þeirra. Þegar þetta er skrifað er grein um verkefnið í ritstjórnarferli hjá veftímaritinu Netlu.


 

Verkefnamiðað nám, leiðsagnarmat, grunnþættir og lykilhæfni, námsmat og ég – kennarinn!

Sverrir Árnason, kennari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (sverrir@fmos.is)

Í erindinu verður gerð grein fyrir hvernig það var að byrja sem nýr kennari í nýjum skóla þar sem stuðst er við verkefnamiðað nám og leiðsagnarmat og hvernig ég hef þróað kennsluaðferðir og kennsluefni íslenskuefnis út frá þeim þáttum. Einnig verður gerð grein fyrir framgangi verkefnis sem styrkt var af Sprotasjóði árin 2013 og 2014. Markmið þess var að að búa til verkefni til að nota í íslenskukennslu á framhaldsskólastigi út frá völdum sviðum lykilhæfninnar og hanna og þróa námsmat verkefnanna út frá hæfniviðmiðum íslenskunnar eins og þau eru fram sett í aðalnámskrá 2011. Í tengslum við ofangreind atriði verða sýnd og rædd valin verkefni sem ganga út frá því að námið sé verkefnamiðað og stuðst er við leiðsagnarmat. Þá mun ég gera grein fyrir því hvernig ég hef unnið með grunnþættina og lykilhæfnina með það að markmiði að auka námsáhuga og námsvitund nemenda ásamt því sem sýnd verða dæmi af umsögnum nemenda við þessum verkefnum. Ítarefni um verkefnamiðað nám og leiðsagnarmat má nálgast í grein eftir mig í desemberútgáfu Skímu, málgagns Samtaka móðurmálskennara, einnig á: http://www.ylhyramalid.is/?page_id=11.


  

Persónumennt og hugleiðingar um framtíð menntunar

Hlín Rafnsdóttir, kennari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (hlin@fmos.is), og Jóna Svandís Þorvaldsdóttir, kennari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (jona@fmos.is)

Áskoranir nútímans krefjast breyttra áherslna í menntun. Í erindinu verður fjallað um nám og kennslu á 21. öldinni og fjallað um mögulega framþróun menntunar út frá hugtakinu persónumennt (e. character education). Persónumennt felur í sér aukna áherslu á að efla félags- og tilfinningalega þætti í námi samhliða hæfni og vitsmunalegum þáttum. Byggt verður á hugmyndum Charles Fadel um persónumennt og sagt frá helstu niðurstöðum ráðstefnu um málefnið sem fór fram á vegum Center for Curriculum Redesign í haust. Gerð verður grein fyrir samspili persónumenntar við grunnþætti og lykilhæfni í nýrri aðalnámskrá og sett fram dæmi um mögulegar útfærslur í kennslu og námsmati ásamt umfjöllun um fyrstu tilraunir okkar til þess að nýta það sem við höfum lært.Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu