Nám og kennsla barna með lesröskun/dyslexíu

Skilgreining:
Námskeið

Sérfræðingur: Þóra Rósa Geirsdóttir sérfræðingur thgeirs@unak.is  sími 862 4552  
Fyrirlesari er menntaður sérkennari og hefur starfað sem grunnskólakennari, sérkennari, kennsluráðgjafi og skólastjóri

Markhópur:
Grunnskóli
Námskeiðið er ætlað kennurum og sérkennurum grunnskóla

Umfang:
Námskeiðið er samtals 6 klst og má taka ýmsit í tvennu lagi eða þrennu. <

Lýsing:
Viðfangsefni námskeiðs má skipta í tvo megin þætti. Í fyrstu er tekið sjónarhorn nemandans og fjallað um vandann, lestrarnámið og ýmsar birtingarmyndir vandans. Síðari hlutinn snýr að kennurunum og þá er fjallað um sýn skólans á vandann, kennsluhætti og um leitina að góðum námsaðstæðum barna með lesröskun/dyslexíu.
Líta má á námskeiðið sem góðan undanfara þess að setja sér skýra stefnu með markmiðum og leiðum varðandi nám og kennslu barna með lesraskanir/dyslexíu.

Markmið:

  • efla færni  kennara í að skilja  þarfir barna með lesröskun/dyslexíu
  • fla færni kennara til að koma til móts við þarfir barna með lesröskun/dyslexíu

Ávinningur nemenda:

  • Meiri þekking og skilningur í skólanum á þörfum þeirra
  • Tillit tekið til þeirra hæfileika og námsaðstæður miðast við þeirra þarfir

Ávinningur skóla:

  • Menntun kennara á sviði dyslexíu
  • Aðstoð við gerð stefnu varðandi nám barna með dyslexíu 

Fyrirkomulag:
Námskeiðið fer fram í viðkomandi skóla.
Námskeiðið er 6 klst. og má skipta í 3x2 klst. eða 2x3 klst. námsfundi. Námsfundirnir eru byggðir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnum og að auki er gert ráð fyrir smá vinnu milli námsfunda.

Nánari upplýsingar veitir:  
Þóra Rósa Geirsdóttir sérfræðingur thgeirs@unak.is  sími 862 4552