Námskeið
Þróunarverkefni
Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588
Markhópur:
Leikskóli
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur
Umfang:
2 x 2 tímar
Lýsing:
Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til að gera samverustundirnar að gæðastundum. Rætt er um skipulag og undirbúning samverustunda, inntak stundanna og hópstjórnun. Gefnar verða hugmyndir um viðfangsefni sem byggja á lestri, samræðum, söng og málörvunarleikjum og hvernig má nýta stundirnar til að vinna að markmiðum skólanámskrár. Inn í samverustundir er hægt að tvinna öll nássviðin, ræða daglegt líf barnanna og það sem er efst á baugi hverju sinni.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- fengið hugmyndir um hvernig má skipulag samverustundir út frá markmiðum í skólanámskrá
- kynnst aðferðum til að halda athygli leikskólabarna
- ígrundað hvernig gera má samverustundir að ánægjulegum og lærdómsríkum stundum
Eftir námskeiðið hafa kennarar öðlast öryggi í að skipuleggja samverustundir með tilliti til námsmarkmiða og þarfa barnahópsins sem skilar sér í markvissara starfi þar sem unnið er á fjölbreyttan hátt út frá námsþáttum leikskóla.
Fyrirkomulag:
HA eða úti í skólum
Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588