Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA
Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588
Markhópur:
Leik- og grunnskóli
Starfsfólk leik- og grunnskóla; kennarar og leiðbeinendur
Umfang:
3 tímar
Möguleiki á frekari stuðningi við þróunarvinnu
Lýsing:
Á námskeiðinu verður fjallað um sögugerð barna og kennt á þrjú forrit Puppet Pals HD, Puppet Pals 2 og Chatter Pix sem hægt er að nýta til sögugerðar.
Farið verður í hvernig hægt er að nota mismunandi kveikjur að sögugerð og hvernig hægt er að kenna börnum að byggja upp sögur með því að nota sögukort. Fjallað um það hvernig hægt er að vinna sögurnar frá grunni út frá listaverkum barnanna þannig að sköpunarverk þeirra fái að njóta sín. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa forritin og búa til sínar eigin sögur.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- aukið þekkingu sína á sögugerð barna
- kynnt sér aðferðir til að vinna með sögugerð með börnum
- lært á smáforrit til sögugerðar
- lært að nýta snjalltæki á opinn og skapandi hátt
- fengið tækifæri til að hitta aðra kennara, miðla hugmyndum, ræða saman og þróa skólastarfið
Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aukið færni sína í upplýsingatækni og verða betur í stakk búnir til að kenna sögugerð og nýta snjalltækni í skólastarfinu.
Fyrirkomulag:
HA eða úti í skólum
Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588