Flýtilyklar
Sögugerð í leikskóla
Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA
Sérfræðingur:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588
Markhópur:
Leikskóli
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur
Umfang:
3 tímar
Möguleiki á frekari stuðningi við þróunarvinnu
Lýsing:
Á námskeiðinu verður fjallað um sögugerð barna og hvernig hægt er að nota mismunandi kveikjur að sögugerð og sögukort til að hjálpa börnunum að átta sig á uppbyggingu frásagna. Gefnar verða hugmyndir að verkefnum og útfærslum og rætt hvernig hægt er að styðja við sögugerð barna í leik og starfi.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
- aukið þekkingu sína á sögugerð barna
- fengið kynningu á fjölbreyttum sögugerðarverkfærum
- kynnt sér aðferðir til að vinna með sögugerð með börnum
- fengið tækifæri til að hitta aðra kennara, miðla hugmyndum, ræða saman og þróa skólastarfið
Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aukið færni sína í að nota sögugerð sem leið til málörvunar og geta betur stutt við málþroska og skapandi starf með börnum.
Fyrirkomulag:
HA eða úti í skólum
Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588