Stærðfræði - yngra stig

 Þróunarverkefni

Sérfræðingur:
Þóra Rósa Geirsdóttir, sérfræðingur á MSHA thgeirs@unak.is  sími 862 4552

Markhópur:

Grunnskóli 1. – 4. bekkur
Kennarar í 1. – 4. bekk sem kenna stærðfræði 

Umfang:
Þróunarverkefnið þarf að standa í minnst 3 ár – en stuðningur við það að vera minnst 1 ár.

Lýsing:
Inntak verkefnisins má sjá í markmiðum fyrir kennara. Verkefnið snýr mest að kennsluháttum og þá þeim sem hlúa að hæfnimarkmiðum stærðfræðinnar:

 • að geta spurt og svarað með stærðfræði,          
 • að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar,
 • vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar.

Áhersla er lögð á samvinnu nemenda og samræðu þeirra á milli, og samræðu milli kennara og nemendahópsins.
Auk þessa er lagður grunnur að skólanámskrá stærðfræðinnar ásamt með skimunaráætlun.

Markmið:

Markmið fyrir kennara:

 • Gerð samfelldrar skólanámskrár fyrir stærðfræði  í 1. – 4. bekk.
 • Að styrkja kennara í markmiðssetningu fyrir nám nemenda.
 • Að marka stefnu varðandi námsmat það er áherslur, leiðir og samfella.
 • Að styrkja kennara í kennsluháttum sem taka mið af þremur fyrstu hæfnimarkmiðum stærðfræðinnar, það er:
  • að geta spurt og svarað með stærðfræði,          
  • að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar,
  • vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar.

 Ávinningur nemenda:

 • Hnitmiðaðra stærðfræðinám
 • Aukin þátttaka í eigin námi með samræðum hugtakaþekkingu
 • Aukinn áhugi á faginu og aukinn árangur

 Ávinningur skóla:

 • Námssamfélag stærðfræðikennara
 • Skólanámskrá í stærðfærðikennslu yngri barna
 • Skimunaráætlun fyrir 1. – 4. bekk í stærðfræði

Fyrirkomulag:

Námsfundir eru ýmist í viðkomandi skóla eða í gegnum fjarbúnað.
Miðað er við minnst 3x á heimavelli og um 3-4 sinnum fjarfundir á  einu skólaári.
Milli námsfunda kenna kennarar út frá því sem unnið er með á hverjum námsfundi og efla samræðu sín á milli og stuðning.

Nánari upplýsingar veitir:  
Þóra Rósa Geirsdóttir, sérfræðingur á MSHA, thgeirs@unak.is  sími 862 4552