Flýtilyklar
Starfendarannsóknir í skólastarfi
Umsjón: Sólveig Zophoníasdóttir
Hagnýtt og fræðilegt þróunarverkefni/námskeið um starfendarannsóknir í skólastarfi. Þátttakendur læra um starfendarannsóknir og hvernig þeim er beitt til að auka gæði skólastarfs. Þátttakendur velja sér viðfangsefni af starfsvettvangi sínum og framkvæma starfendarannsókn.
Námskeiðið er sniðið sem hálfsdagsnámskeið að hausti, eftirfylgnifundir eru fjórir miðað við vetrarlangt verkefni, tölvupóstssamskipti og lokafundur.
Meginmarkmið
Hagnýtt og fræðilegt námskeið um starfendarannsóknir í skólastarfi. Markmiðið er að þátttakendur læri um starfendarannsóknir og hvernig mögulega má beita þeim til að auka gæði skólastarfs.
Viðfangsefni
Þátttakendur velja sér viðfangsefni af starfsvettvangi sínum og framkvæma starfendarannsókn.
Umfang og verkefni
Námskeið um starfendarannsóknir (3,5 klst) haldið að hausti í Háskólanum á Akureyri (möguleiki á fjarfundi). Tveir eftirfylgnifundir (45 mín) fyrir áramót og 2 eftir áramót (fundirnir geta verið fjar- og eða skypefundir). Lokafundur að vori (2,5 klst). Á milli funda vinna þátttakendur markvisst að umbótum á vettvangi með aðferðum starfendarannsókna og halda ígrundunardagbók.
Tímasetningar funda verða ákveðnar í samráði við þátttakendur í framhaldi af haustnámskeiði.
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 og að lágmarki tveir úr skóla.
Verð pr. tveggja manna teymi: kr. 70.000