Valmynd Leit

Tvítyngi/fjöltyngi

Námskeið
Möguleiki á þróunarstarfi með ráðgjöf og stuðningi frá MSHA

Sérfræðingar:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588

Markhópur:
Leikskóli
Starfsfólk leikskóla; kennarar og leiðbeinendur

Umfang:
2 tímar
Möguleiki á frekari stuðningi og ráðgjöf

Lýsing:
Á námskeiðinu verður fjallað um það á hvern hátt máltaka tvítyngdra/fjöltyngdra barna er frábrugðin máltöku eintyngdra barna. Gerð verður grein fyrir mismunandi tegundum tvítyngis/fjöltyngis og hvernig félagslegt umhverfi barnanna hefur áhrif á máltöku þeirra og vægi hvors tungumáls/tungumálanna fyrir sig. Rætt verður um það hvernig leikskólinn getur stutt við máltöku tvítyngdra/fjöltyngdra barna á móðurmáli þeirra og íslensku og kynntar leiðir til að efla íslenskan orðaforða barnanna.

Markmið:
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:

  • aukið þekkingu sína á máltöku tvítyngdra/fjöltyngdra barna
  • kynnt sér aðferðir til að vinna með tvítyngdum/fjöltyngdum börnum
  • fengið tækifæri til að ígrunda eigin kennslu og hvernig má koma betur til móts við þarfir tvítyngdra/fjöltyngdra barna

Námskeiðið eykur þekkingu þátttakenda á þörfum tvítyngdra/fjöltyngdra barna og hvernig má mæta þeim í leikskólastarfinu.

Fyrirkomulag:
HA eða úti í skólum

Nánari upplýsingar veita:
Íris Hrönn Kristinsdóttir, iris@unak.is, 460 8592
Rannveig Oddsdóttir, rannveigo@unak.is, 460 8588


Miðstöð skólaþróunar

Sólborg v/norðurslóð              600 Akureyri, Iceland              gunnarg@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eða deildu