Vorráðstefna 2016

Snjallari saman

Upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi

Yfir 200 manns tóku þátt í vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA var haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 16. apríl 2016. Ráðstefnan vari tileinkuð notkun upplýsingatækni og miðlunar í skólastarfi. Markmiðið var að varpa ljósi á gildi stafrænnar tækni í skólastarfi og hvernig hægt er að nota tæknina á fjölbreyttan hátt til stuðnings námi og kennslu. Efni ráðstefnunnar var sniðið að öllum skólastigum. MSHA þakkar öllum þeim sem komu að ráðstefnunni fyrir þátttökuna.

Myndir frá ráðstefnunni

Aðalfyrirlesarar:

Kjartan Ólafsson

Helena Sigurðardóttir og
Margrét Þóra Einarsdóttir

Tryggvi Thayer

Auk aðalfyrirlestra voru yfir 30 erindi á málstofum þar sem fjallað var um þróun og notkun tölvu-, upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi einnig var boðið upp á smiðjur þar sem ráðstefnugestum gafst tækifæri til að sjá, kynnast og prófa verkfæri sem tengjast tölvu- og upplýsingatækni. 

Ráðstefnan var styrkt af Verkefnasjóði um styrk Akureyrarbæjar til Háskólans á Akureyri.

Dagskrá

Yfirlit málstofa

Ráðstefnurit

Veggspjald

Starfsfólk MSHA

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Árnadóttir, 460 8571, netfang: hoa@unak.is og Sólveig Zophoníasdóttir, 460 8564, netfang: sz@unak.is.

 


Mynd tekin á vorráðstefnu 2013