Flýtilyklar
Námskeið og þróunarverkefni
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri býður leik-, grunn- og framhaldsskólum og öðrum þeim sem áhuga hafa upp á einstök námskeið og/eða samstarf um þróunarverkefni til lengri tíma. Námskeið geta staðið í hálfan eða heilan dag en einnig dreifst á lengri tíma. Þróunarverkefni eru til lengri tíma og ná gjarnan yfir hálfan eða heilan vetur. Venjulega er um að ræða námskeið og ráðgjöf á vettvangi, allt eftir eðli viðfangsefnisins.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu námskeið og þróunarverkefni. Berist óskir um önnur viðfangsefni verður leitast við að verða við þeim.
Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA gefur nánari upplýsingar um námskeið og þróunarverkefni.
Sími: 460 8590 og 892 1453
Netfang: gunnarg@unak.is