Valmynd Leit

Ašalfyrirlesarar

Á ráðstefnunni verður áhersla lögð á hugarfar og vinnubrögð sem þurfa að vera til staðar til að skóli geti í samspili við foreldra, umhverfi og samfélag uppfyllt þá menntastefnu sem birtist í nýrri aðalnámskrá, þ.e. að stuðla að merkingarbæru námi fyrir nemendur á nýhafinni öld.

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni verða fjórir:

Dr. Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, Menntavísindasviði HÍ

Í erindi sínu, Tengsl skóla og grenndarsamfélags, ræðir Gerður meðal annars um hvernig námsumhverfi nemenda teygist út fyrir skólabygginguna í grenndarsamfélagið og náttúruna og hvernig nærsamfélagið er boðið velkomið í skólann. Einnig greinir Gerður frá niðurstöðum rannsóknar sem var hluti af stærri rannsókn á starfsháttum í 20 grunnskólum um landið. Skoðað var hvernig skólinn miðlar upplýsingum til grenndarsamfélagsins og hvernig hann aflar upplýsinga úr   nærumhverfinu og nýtir það til náms og félagslegra tengsla. 

Bragi Guðmundsson, prófessor og formaður kennaradeildar HA

Í erindi sínu Menning, umhverfi og grunnþættir menntunar
í ljósi margbreytileika íslensks samfélags
fjallar Bragi meðal annars um þann fjölbreytileika sem einkennir og er mikilvæg uppspretta frjórrar menningar í fámennu en fjölbreyttu íslensku samfélagi. Hann ræðir um hvernig skólar þurfa að útfæra og gera að sínum skilgreinda grunnþætti menntunar og  útfæra út frá eigin forsendum með tilliti til þess mannlífs, menningar og umhverfis sem þeim ber helst að þjóna. Mikilvægt sé í því samhengi að líta til hins sértæka í umhverfi hvers skóla, nýta það þorp sem elur upp barnið.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri

Í erindi sínu Kemur framhaldskólinn til móts við þarfir nemenda og nærsamfélags fjallar Hjalti Jón um framhaldsskóla og nærsamfélag frá ýmsum sjónarhornum. Hann ræðir meðal annars um mikilvægi góðrar samvinnu framhaldsskóla og nærsamfélags, hvernig skólarnir þjónusta nærsamfélagið og á hvern hátt þeir taka mið af  þörfum nærsamfélags þegar námsframboð er skipulagt. Einnig ræðir Hjalti Jón um lögboðin verkefni framhaldsskóla s.s. að öllum nemendum sé boðið nám við hæfi og ber saman stöðu landsbyggðarskóla og skóla á höfuðborgarsvæðinu með þarfir og eðli nærsamfélags í huga.

Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Reykjavík

Í erindi sínu Af hverju einn skóli fjallar Hildur um þá leið sem farin er í Úlfarsárdal að reka einn skóla fyrir börn á  leik- og grunnskólaaldri þar sem frístundastarf barna á grunnskólaaldri er fléttað inn í skóladaginn. Leiðarljósið í skipulagi skólahaldsins er að taka mið af þörfum barna, fjölskyldna þeirra og grenndarsamfélagsins. Hildur ræðir meðal annars um á hvern hátt skólagerð og starfsskipulag sem verið er að þróa í Dalskóla stuðlar að því að börnin verði öruggari í umhverfi sínu, fái fjölbreyttari námstækifæri og æfist í að beita þekkingu sinni og leikni til þess hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það.

Auk aðalfyrirlestra verða yfir 30 málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að samstarfi skóla og nærsamfélags.

Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð 2.


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu