Flżtilyklar
Myndir frį vorrįšstefnu 2013
Skóli og nærsamfélag
~Að verða þorpið sem elur upp barnið~
Vorráðstefna miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri var haldin 13.
apríl. Það er ríkir ætíð tilhlökkun hjá starfsfólki miðstöðvar skólaþróunar þegar líða
fer að vorráðstefnu og nú sem oft áður fór ráðstefnan fram á sólríkum degi þó nokkuð kalt væri í
lofti. Geislar vorsólarinnar drógu fram einstakt samspil ljóss og lita, Súlur og Hlíðarfjall skörtuðu sínu fegursta í hvítum feldi
og fjörðurinn allt að því kóngablár maraði stilltur undir Kaldbak þegar fróðleiksþyrsta ráðstefnugesti dreif að.
Að þessu sinni sneri meginefni ráðstefnunnar að samspili skóla og nærsamfélags. Aðalfyrirlesarar voru dr. Gerður G. Óskarsdóttir,
forstöðumaður Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, HÍ, Bragi Guðmundsson, prófessor og formaður kennaradeildar HA, Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Reykjavík. Auk
aðalfyrirlestranna gátu ráðstefnugestir valið úr 30 málstofum þar sem reifuð voru ýmis mál tengd samstarfi skóla og
nærsamfélags.
Fleiri myndir frá ráðstefnunni hér.