Valmynd Leit

Málstofa 1

Jafnrétti í skólastarfi

Málstofa 1 
11.20–11.50

 

Stofa
L101

 

 

„...en ég er búinn ađ heyra ađ ţađ sé sannađ ađ stelpur séu betri ađ lesa en strákar“
Kynjamunur, lćsi og orđrćđan
Ragnheiđur Lilja Bjarnadóttir, sérfrćđingur viđ Miđstöđ skólaţróunar viđ Háskólann á Akureyri

Í gildandi menntastefnu hér á landi, sem kynnt er í ađalnámskrá grunnskóla, er jafnrétti sett fram sem einn af grunnţáttum menntunar. Kynjafrćđi er jafnframt sögđ mikilvćg í skólastarfi til ađ efla međvitund nemenda gagnvart stöđu kynjanna í samfélaginu og lögđ er áhersla á ađ komiđ sé til móts viđ ţarfir beggja kynja í öllum viđfangsefnum sem unniđ er međ í skólanum. Í málstofunni verđa reifađar niđurstöđur rannsóknar sem hafđi m.a. ţađ markmiđ ađ kanna hvernig lestraráhugi íslenskra unglingsdrengja ţróast á skólagöngunni. Í ţví samhengi var litiđ til ýmissa áhrifaţátta í skólastarfi og međal annars kynjafrćđilegra sjónarmiđa. Tekin voru viđtöl bćđi viđ unglingspilta og kennara og í niđurstöđunum kemur fram ađ bćđi nemendur og kennarar telja nokkur mun vera á áhuga kynjanna á lestri. Jafnframt voru stúlkur taldar vera vinnusamari almennt í námi, duglegri, ţćgari, rólegri og hlýđnari en drengir. Niđurstöđurnar sýna jafnframt drengirnir töldu eđlilegt ađ stúlkur vćri betri ađ lesa en drengir. Fjallađ verđur um niđurstöđurnar í ljósi orđrćđu í samfélaginu og í ljósi ţeirra námsađstćđna sem rannsóknir sýna ađ eru ríkjandi í skólum landsins.


  

Stofa
L103
 

Skólalíkan sem stuđlar ađ jafnrétti til náms. Einkenni skólastarfs Menntaskólans á Tröllaskaga í ljósi kenninga Bernsteins
Ţuríđur Jóhannsdóttir, dósent viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands

Í erindinu verđur sagt frá rannsókn á starfsháttum Menn­taskólans á Tröllaskaga, gerđ grein fyrir einkennum ţess líkans sem skólinn hefur ţróađ og hvernig ţađ styđur viđ nám nemenda og velgengni ţeirra. Áhersla er lögđ á ađ skođa hvernig ný ađalnámskrá gerđi kleift ađ hanna öđru vísi skóla. Kenningum Basil Bernsteins, sem ţróađar voru til ađ varpa ljósi á hvernig skólakerfiđ mismunar nemendum út frá stéttarstöđu, er beitt til ađ greina orđrćđuna um uppeldi og kennslu í ađalnámskrá og síđan hvernig sú orđrćđa er stađfćrđ í skólanámskrá og útfćrđ í skólastarfinu. Morais og Neves (2011) hafa ţróađ líkan blandađra kennsluhátta sem byggir bćđi á kennslufrćđi hefđbundna skólans og opna, nemendamiđađa skólans og hafa međ rannsóknum sýnt hvernig međ ţví má stuđla ađ árangri allra nemenda óháđ stéttabakgrunni. Niđurstöđur benda til ađ áhersla á hćfni og valdeflingu nemenda í ađalnámskránni og sjálfstćđi skóla viđ setningu ţekkingarmarkmiđa hafi stutt ţróun skólalíkans sem leggur áherslu á frumkvćđi nemenda og mikiđ valfrelsi ţar sem sköpun, listmenntun og tengsl viđ umhverfi, bćđi náttúru, menningu og samfélag eru í fyrirrúmi. Stíf umgerđ um tiltekna ţćtti í skipulagi skólastarfsins og námsmat ţar sem allir áfangar fylgja sömu reglum styđja nemendur í ađ átta sig á reglunum og athafna sig í samrćmi viđ ţađ sem til er ćtlast af ţeim til ađ halda áćtlun og ná árangri.  


 

Stofa
L201

 

Sérţarfir í fatnađi - réttur hvers og eins
Ásdís Jóelsdóttir, lektor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands

Sérţarfir í fatnađi snúast um frávik frá ţví sem vanalega flokkast undir venjulegt vaxtarlag í fjöldaframleiddum fatnađi í verksmiđjum sem síđan er seldur í hefđbundnum fataverslunum. En hverjir eru ţessir venjulegu sem standast kröfur um međaltal í vaxtarlagi og hvađ međ alla hina? Sniđ af fatnađi eru unnin samkvćmt ákveđnum stöđlum ţar sem margir einstaklingar eru mćldir sem taldir eru falla undir ákveđiđ vaxtarlag og hćđ innan hvers stćrđarflokks. Eftir ţađ er fundiđ út međaltal á ţá ţćtti sem hvar mest eru frávik, eins og mjađma-, mittis- og yfirvídd. Í verkefninu var ekki veriđ ađ velta fyrir sér minniháttar frávikum heldur frekar ţeim sem snúa ađ fötlun af ýmsu tagi eđa meiriháttar frávikum í vaxtarlagi. Unnin var rannsóknar- og hugmyndavinna og síđan hönnuđ og saumuđ flík á einstakling. Í erindinu er fjallađ um ţćr árangursríku leiđir í kennslu og nálgun sem höfundur valdi ađ vinna međ nemunum. Auk ţess er fjallađ um hugmyndir og verk nemanna og hvađa reynsla og sýn stóđ eftir hjá ţeim eftir verkefnavinnuna.


 

Stofa
L203

 

Jafnrétti í félagslífi - hlutverk jafnréttisfulltrúans
Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari og jafnréttisfulltrúi í Menntaskólanum ađ Laugarvatni

Ţörf er á ţví ađ líta á skólasamfélagiđ sem heild og vinna ađ jafnrétti á öllum sviđum, líka í félagslífinu, sem er stór liđur í menningu framhaldsskólanna. Ég gerđi starfendarannsókn á tímabilinu september 2014 – maí 2015 ţar sem meginspurningin var: Hvernig get ég hjálpađ nemendum ađ vinna ađ jafnrétti í félagslífi ţeirra? Sjónum var sérstaklega beint ađ ţví hvernig bćri ađ skipuleggja jafnréttisstarfiđ, hvernig tćkist ađ virkja nemendur svo og líđan minni í hlutverki leiđtogans. Gildi ýmissa ytri ţátta skýrđist, ţannig ađ ég lćrđi hvernig mćtti nýta hlutverk, tíma, fundi, frćđslu og áćtlanagerđ í markvissu jafnréttisstarfi. Ég fann jafnvćgi í ţví hversu stýrandi ég vildi vera og lćrđi ađ takast á viđ togstreitu. Međ ţví ađ leggja mig fram um ađ nálgast nemendur á jafningjagrundvelli, ýta undir samrćđur og setja ákvörđunarvaldiđ í hendur nemenda tel ég ađ mér takist ađ halda í gildi mín um lýđrćđislega nálgun. Hlutverk jafnréttisfulltrúans sem leiđtoga er jafnframt mikilvćgt á međan nemendur sýna ekki frumkvćđi og sjálfstćđi í jafnréttisstarfi. Forystuhlutverkinu fylgja áskoranir, m.a. í tengslum viđ hćfni og tilfinningar. Ég tel ađ međ sjálfsstyrkingu og samstarfi viđ ađra jafnréttisfulltrúa sé hćgt ađ efla árćđni og úthald í jafnréttisstarfinu.


Verkefniđ er opiđ á Skemmunni


 

Stofa
M201

 

Gerum ţetta saman – Starf samráđsvettvangs jafnréttisfulltrúa íslenskra háskóla
Rósa Margrét Húnadóttir, formađur jafnréttisráđs Háskólans á Akureyri, Laufey Haraldsdóttir, Arnar Gíslason og Sara Stef.Hildar

Á haustmánuđum 2015 var stofnađur samstarfsvettvangur jafnréttisfulltrúa íslenskra háskóla, í samvinnu viđ Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ. Samstarfsvettvanginn skipa einn til tveir fulltrúar frá hverjum háskóla, jafnréttisfulltrúar og fólk úr jafnréttisnefndum háskólanna. Markmiđ samstarfsvettvangsins er ađ vinna ađ ţví ađ efla samstarf allra íslensku háskólanna á sviđi jafnréttismála og ađ efla vitund um jafnréttismál í háskólasamfélaginu. Jafnframt ađ styđja skólana í ţví ađ skilgreina megináherslur í jafnréttismálum í heildarstefnu sinni. Jafnréttisáćtlun felur í sér nánari útfćrslu ţar sem skilgreindar eru ađgerđir til ađ ná markmiđum skólans í málaflokknum. Mikilvćgt er ađ í hverjum skóla sé hugađ ađ ţví hvernig flétta megi saman ţćr víddir jafnréttis sem starfađ verđi međ. Almennt er á Íslandi lögđ talsverđ áhersla á jafnrétti kynjanna, m.a. í samrćmi viđ ţćr skyldur sem lög nr. 10/2008 setja á herđar hinum ýmsu ađilum. Ađrar víddir, svo sem fötlun, fjölmenning og hinsegin málefni eru einnig mikilvćgar og er ţađ áskorun hvers háskóla ađ skipuleggja jafnréttisstarf sitt m.t.t fjölţćttrar mismununar. Auk ţess sem nefnt er hér ađ ofan ţjóna Jafnréttisdagar, sem haldnir eru í háskólunum í október á ári hverju, ţeim tilgangi ađ efla almenna vitund um jafnréttismál í háskólasamfélaginu og í samfélaginu almennt. Ţá er ţađ baráttumál samráđsvettvangsins ađ viđ hvern innlendan háskóla verđi starfandi jafnréttisfulltrúi í a.m.k. 20% starfshlutfalli. 


 

Stofa
M202

 

Ţekking og útfćrsla starfandi kennara á stefnu um skóla án ađgreiningar í kennslu
Andrea Diljá Ólafsdóttir, leikskólakennari og nemi viđ Háskólann á Akureyri og Birna María B. Svanbjörnsdóttir, lektor viđ kennaradeild Háskólans á Akureyri

Skóli án ađgreiningar er opinber menntastefna á Íslandi. Í henni felst ađ skólakerfinu ber ađ mćta námslegum ţörfum allra nemenda og gćta ţannig jafnréttis til náms. Haustiđ 2016 var fyrri höfundur í vettvangsnámi á sínu síđasta námsári í kennaranámi og áttađi sig á hversu mikil áskorun ţađ er í raun og veru ađ finna úrrćđi og haga kennslunni ţannig ađ hún uppfylli ţau skilyrđi sem til er ćtlast. Viđ ţađ kviknađi áhugi á ađ kanna hvernig starfandi kennarar takast á viđ ţetta viđfangsefni og fá mynd af ţví hver ţekking ţeirra, leikni og hćfni vćri í ţví sambandi. Markmiđ rannsóknarinnar var ađ fá innsýn í hver ţekking kennara er á stefnunni um skóla án ađgreiningar og hvernig ţeir fara ađ ţví ađ mćta mismunandi ţörfum nemenda í kennslu sinni og innan skólastofunnar. Tekin voru viđtöl viđ sex grunnskólakennara í ţremur grunnskólum í ţéttbýli ţar ađ lútandi og greindar námskrár og áćtlanir í grunnskólum viđmćlenda. Í málstofunni verđur greint frá helstu niđurstöđum rannsóknarinnar og kallađ eftir umrćđum um ţćr.


 

Stofa
M203

   Karlar í leikskólanum. Eru ţeir núna fleiri?

Anna Elísa Hreiđarsdóttir, lektor viđ kennaradeild Háskólans á Akureyri

Rannsóknir sýna ađ ţađ geta fylgt ţví áskoranir ađ velja sér nám og starfsvettvang sem eignađur er hinu kyninu, ekki síst ef karl sćkir á vettvang sem sterklega er tengdur viđ konur. Sem dćmi má nefna ađ karlhjúkrunarfrćđingar og karlleikskólakennarar eru tiltölulega fáir hér á landi og ţađ er umhugsunarefni hve ţeim hefur fjölgađ hćgt, sérstaklega í ljósi ţess hve langt Íslendingar hafa náđ í jafnréttismálum. 
Áriđ 2006 gerđi höfundur rannsókn ţar sem viđfangsefniđ var karlar í leikskóla. Ţá var stađa málefnisins kortlögđ út frá ţremur sjónarhornum; rýnt var í fjölda karla í leikskólum víđa um heim, skođuđ voru átaksverkefni sem miđuđu ađ ţví ađ fjölga körlum í leikskólum og ađ lokum var kafađ í frćđilega ţekkingu á sviđinu. Síđan ţetta var eru liđin tíu ár og viđfangsefniđ í erindinu er ađ bera saman stöđuna núna í samhengi viđ niđurstöđurnar 2006 út frá spurningunni hvađ hefur áunnist á ţessum tíu árum. Sömu ţemu eru höfđ til viđmiđunar; fjölgun karla í leikskólum, átaksverkefni og hver stađan í frćđunum. Niđurstöđur sýna ađ ţó greina megi einhverjar breytingar ţá eru ţćr ekki allar jákvćđar og ađ einhverju marki má greina sömu ţröskulda og ţversagnir og sjá mátti áđur.


 

Stofa
N102

   „Og svo var ég međ kennara sem greip aldrei inn í, svo ég upplifđi mig alveg rosalega eina á báti“: 

Sálrćnar afleiđingar af margţćttri mismunun fyrir fatlađar konur á Íslandi
Freyja Haraldsdóttir, sérfrćđingur hjá Tabú

Fatlađar konur um allan heim hafa orđiđ fyrir margţćttri mismunun á grundvelli kyngervis, fötlunar, aldurs, stéttar, kynţáttar, kynheigđar og kynvitundar frá upphafi. Ţađ hefur komiđ í veg fyrir jöfn tćkifćri ţeirra og dregiđ úr líkamlegri og andlegri vellíđan. Um ţetta fjallar meistararitgerđ Freyju Haraldsdóttur í kynjafrćđi viđ Háskóla Íslands, í samstarfi viđ Manchester Metropolitan University, en hún hefur rannsakađ reynslu fatlađra kvenna á Íslandi af margţćttri mismunun. Ţar skođar hún sálrćnan afleiđingar slíkrar mismununar og hvernig konurnar andćfa ţví misrétti sem ţćr verđa fyrir og sjá fyrir sér samfélagsumbćtur. Niđurstöđur rannsóknarinnar gefa til kynna ađ fatlađar konur upplifa margţćtta mismunun í ólíkum rýmum samfélagsins sem oft sé bćđi dulin og meiđandi. Sálrćnu afleiđingarnar eru flóknar og mótsagnakenndar og birtast í gegnum ţreytu, sorg, kvíđa og ótta, reiđi, tilfinningar um valdaleysi, ađ vera öđrum háđar, hlutgervingu og afmennskun. Í ţessu erindi mun Freyja varpa ljósi á niđurstöđur rannsóknarinnar sem beinast ađ reynslu fatlađra kvenna af margţćttri mismunun í skólakerfinu. Hún mun fjalla um hvađa afleiđingar ţađ hefur fyrir andlega líđan og geđheilsu fatlađra kvenna og hvernig ţćr vilja sjá breytingar á skólakerfinu, og viđmóti ţar innan, svo ţćr hafi jöfn tćkifćri til menntunar og um leiđ fullrar ţátttöku í samfélaginu.


Skráning á ráđstefnu


Miđstöđ skólaţróunar

Sólborg v/norđurslóđ              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eđa deildu