Valmynd Leit

Lifandi menntun – lifandi starfsþróun – árangursríkt skólastarf

Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands.
jtj@hi.is

Jón Torfi Jónasson

Í erindinu verður rætt um hvaða mælikvarða megi leggja á árangursríkt skólastarf og sagt frá umræðu um það bæði hér á landi en einkum  annars staðar. M.a. um hvað er að breytast í þeim efnum og hve miklu skipti að átta sig á þeim breytingum sem eiga sér stað í umhverfinu. Kröfur til skólans eru sífellt að breytast. Þær hafa gert það og munu gera það í sífellt ríkari mæli. Á þeim grundvelli verður fjallað um hvernig megi bæði réttlæta og skilgreina lifandi starfsþróun, en meðal þess sem gefur henni líf er að hún eigi sér stað í skólastarfinu sjálfu; sé þannig hluti af starfi kennaranna og skólans í heild. Það gerir miklar kröfur til nemendanna, kennaranna og stjórnvalda. Kröfur um árangursríkt skólastarf, þar sem viðmiðin taka sífelldum breytingum og stöðug starfsþróun kallar á að skólastarfið sé lifandi í a.m.k. þrenns konar merkingu. Að nemendur upplifi það sem jákvæðan og merkingarbæran hluta af lífi sínu, að það sé líflegt og vekjandi og jafnframt að það sé í stöðugri og gróskumikilli þróun, - það sé lifandi líka í þeim skilningi. Þannig verða órjúfanleg, sterk og kvik tengsl á milli markmiða menntunar, starfsþróunar og árangursríks skólastarfs.

Glærur


Assessment as a pedagogical tool

Kari Smith, prófessor við Háskólann í Bergen.
Kari.Smith@iuh.uib.no

Kari SmithIn this presentation I will discuss how assessment as a pedagogical tool can promote and prevent student learning. Aspects of learning, such as self-regulation, self-efficacy and motivation are all affected by how students experience assessment. The basic claim in this paper is that assessment is more a pedagogical tool than a judgmental measurement tool, when practiced by educators who are sufficiently assessment literate and not mere executors of a top down decided assessment policy.

Educating teachers to become assessment literate is a complex, and not well enough addressed issue in initial and in-service teacher education. Examples of how this can be done will be presented.

Glærur


Kennaramenntendur sem fagstétt

Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
sigkr@unak.is

Sigurður KristinssonÓhætt er að ganga út frá því að gæði menntunar í skólum velti að miklu leyti á gæðum kennslunnar sem þar fer fram, sem síðan veltur á þekkingu, leikni og hæfni kennaranna. Árangur í skólastarfi er þannig háður hæfni kennara, en hún byggist m.a. á grunnmenntun þeirra, símenntun og starfsþróun, skólaumhverfi, samstarfsmönnum og stjórnendum. En rétt eins og árangur í skólastarfi veltur á hæfni kennara má gera ráð fyrir að árangur kennaramenntunar – þekking, leikni og hæfni brautskráðra kennaranema og starfandi kennara – velti á hæfni þeirra sem þar kenna og leiðbeina. Í erindinu verður sjónum beint að þessum hópi og spurt hverjir tilheyri honum, hvað einkenni hann og hvernig hann geti nálgast sitt sameiginlega markmið, að stuðla að hæfni kennara. Fjallað verður um þessar spurningar í ljósi hugmyndarinnar um kennarastarfið sem ævistarf og hugað að forsendum þess að hinn fjölbreytti hópur kennaramenntara þrói með sér sameiginlega, faglega sjálfsmynd.

Glærur


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu