Valmynd Leit

Raddir nemenda

Raddir grunn-, framhalds- og háskólanemenda

Vaxandi umræða er um gildi þess fyrir skólastarf og árangur nemenda að þeir hafi tækifæri til að láta sjónarmið sín í ljós varðandi skólastarf og málefni sem þá snerta. Oft er helst leitað eftir sjónarmiðum nemenda þegar kemur að þáttum sem snerta ytri umgjörð skólastarfs og félagslíf og sjaldnar leitað eftir sjónarmiðum þeirra þegar kemur að kjarna skólastarfs, þ.e. námi og kennslu. Við undirbúning ráðstefnunnar Það verður hverjum að list sem hann leikur var talið mikilvægt að heyra raddir nemenda á ólíkum skólastigum og því var leitað til grunn-, framhalds- og háskólanema á Akureyri. Myndaður var samræðuhópur sem nemar við kennaradeild HA héldu utan um. Hópurinn hittist nokkrum sinnum til að ígrunda og ræða saman ásamt því að mynda hóp á Facebook til að auðvelda samskipti og halda utan um hugmyndavinnu. Vinnan miðaði að því að nemendur ígrunduðu skólagöngu sína og lögðu mat á hvernig nám á fyrra skólastigi nýttist, hvað reyndist þeim erfiðast og hvað mætti bæta á því skólastigi sem þeir eru að ljúka. Þá ræddi hópurinn um gildi náms, hver framtíðarplön meðlima hans eru og hvaða stefnu þarf að taka til að ná þeim.

Fulltrúar nemenda á vorráðstefnu 2014

Samræðuhópinn: Arnar Logi Jónsson, nemandi í Glerárskóla, Alexandra G. B. Haraldsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, Brynja Reynisdóttir, nemandi í MA, Einar Örn Gíslason, nemandi í Hríseyjarskóla, Kara Marín Bjarnadóttir, nemandi í Giljaskóla, Karen Jóhannsdóttir, nemandi í HA, Kristrún Jóhannesdóttir, nemandi í Síðuskóla, Lena Birgisdóttir, nemandi í VMA, Matthías Már Stefánsson, nemandi í Naustaskóla, Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir, nemandi í VMA, Sigurlaug Indriðadóttir, nemandi í HA, Sigþór Gunnar Jónsson, nemandi í Brekkuskóla, Stefán Smári Jónsson, nemandi í HA, Vordís Guðmundsdóttir, nemandi í HA og Þóra Kristín Karlsdóttir, nemandi í Lundarskóla.


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu