Valmynd Leit

Samręšulota um starfsžróun

Samræðulota um starfsþróun

Fagráð um starfsþróun

Fagráð um starfsþróun kennara var skipað af mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun árs 2013. Ráðið var skipað á grundvelli tillagna samstarfsnefndar um símenntun kennara. Í Fagráði eiga sæti fulltrúar frá mennta- og menningarmála­ráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, skólastjórnendum, kennurum (leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarkennurum) og háskólunum þremur sem standa að kennaramenntun. Hlutverk Fagráðs er að vera sameiginlegur vettvangur hagsmuna­aðila sem greinir þarfir skólasamfélagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir sínar um stefnu varðandi símenntun og starfsþróun kennara. Að öðru leyti er hlutverk Fagráðs að:

  • Tryggja að hagsmunaðilar hafi samráð um áherslur í starfsþróun kennarastéttarinnar.
  • Vera leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um símenntun og starfsþróun og setja fram stefnu sína og hugmyndir að nýjum áherslum og leiðum.
  • Leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur varðandi þessi mál sem víðast og miðlar upplýsingum um það til skólasamfélagsins til dæmis á ráðstefnum, fræðslufundum og málþingum.
  • Afla upplýsinga um þörf fyrir símenntun til dæmis með samræðu hagsmunaaðila og miðlar framboði á símenntun og starfsþróun kennara á upplýsingaveitu.

Í ljósi þess hlutverks Fagráðs að vera leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um starfsþróun og að leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur um viðfangsefnið efnir fagráð til samræðu meðal þátttakenda á ráðstefnunni Það verður hverjum að list sem hann leikur: Lifandi starfsþróun - árangursríkt skólastarf. Væntir Fagráð þess að afraksturinn nýtist til stefnumótunar og aukinnar þekkingar. 

 

Umræðuefni, umræðustjórn og stofuskipan 

Skóli sem lærdómssamfélag:
Með hvaða hætti getur hugmyndafræðin um lærdómssamfélag stuðlað að starfsþróun kennara?
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri (stofa N102).

Menning breytingarstarfs:
Hvernig menning stuðlar að árangursríku breytingastarfi og starfsþróun kennari? Hvernig má hlúa að slíkri menningu?
Svanhildur Ólafsdóttir formaður skólastjórafélags Íslands (stofa M201).

Heildarsýn í starfsþróun:
Hver á að hafa forystu um uppbyggingu heiltækrar sýnar í starfsþróun kennari og til hvers þarf hún að taka?
Ingibjörg Kristleifsdóttir (stofa M202).

Hlutverk háskóla í starfsþróun kennara:
Hvert ætti forystuhlutverk háskóla að vera í starfsþróun kennara og hvernig má efla starfsþróun kennaramenntenda?
Sigurður Kristinsson prófessor (stofa M203).

Hverjir mennta kennara?
Hverjir eru kennaramenntendur (teacher educator) og hvernig sjáum við mismunandi hlutverk þeirra? – Sigurjón Mýrdal deildarstjóri (L101).

Hlutverk starfandi kennara í starfsþróun:
Hvernig getur vettvangsnám og æfingakennsla orðið liður í starfsþróun kennara?
Guðmundur Engilbertsson lektor (L102).

Hlutverk og ábyrgð stjórnenda í starfsþróun:
Hvert er hlutverk og ábyrgð stjórnenda í starfsþróun kennara?
Ársæll Guðmundsson skólameistari (stofa L201).


Mišstöš skólažróunar

Sólborg v/noršurslóš              600 Akureyri, Iceland              laufey@unak.is              S. 460 8590 

Fylgdu okkur eša deildu