Að greina sundur hina flóknu þræði - Vandamálavæðing eða starfsþróun í skólum?


Að greina sundur hina flóknu þræði - Vandamálavæðing eða starfsþróun í skólum?


Málþing um starfshætti í skólum

Laugardaginn 28. maí nk. kl. 10.00-15.30 var haldið málþing um starfshætti í skólum. Markmið þingsins var að vekja umræðu um stefnuna skóli án aðgreiningar og hvernig starfshættir í skólum hafa þróast m.t.t. hennar. Þingið fór fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og var öllum opið. 

Þátttakendur voru hvattir til að segja frá málþinginu á Twitter og merkja tístin #malthing

Dagskrá

kl. 10:00 Setning 
Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ
kl. 10:15 Erindi - Þróun hugmynda um að skólinn sé fyrir alla: Skyggnst til fortíðar og framtíðar 
Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, lektor
kl. 10:40  Erindi - Vaxandi margbreytileiki og viðbrögð skólans 
Dr. Gretar L Marinósson, prófessor
kl. 11:05 Umræða hópa og ígrundun um efni fyrirlestra 
kl. 11:20 Erindi - Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla: Gömul og ný sjónarmið um forsendur, eðli og hlutverks 
Dr. Rúnar Sigþórsson, prófessor
kl. 11:45 Erindi - Áhrif skólastjóra á nám nemenda 
Karl Frímannsson, ráðgjafi og fyrrv. skólastjóri
kl. 12:10 Umræða hópa og ígrundun um efni fyrirlestra 
kl. 12:25 Matarhlé
kl. 13:15 Erindi - Eru allir með? Norrænt samstarf um skóla án aðgreiningar 
Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfr. og Kristín Jóhannesdóttir skólastj.
kl. 13:40 Umræður - Hvað getum við gert 
kl. 14:25 Kaffihlé
kl. 14:45 Viðhorf nemenda 
Arndís Eva Erlingsdóttir, grunnskólanemi 
Hafdís María Tryggvadóttir, kennaranemi
kl. 15:05 Samantekt og ráðstefnuslit 
Halldóra Haraldsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri