Samræðusmiðjur


Miðstöð skólaþróunar (MSHA) býður á vorönn sex samræðusmiðjur. Umsjón með smiðjunum hafa sérfræðingar MSHA í samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Markmiðið með smiðjunum er að skapa vettvang fyrir samræður og deila þekkingu og reynslu. Smiðjurnar verða haldnar á mánudögum kl. 14–16 í HA á Sólborg og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir eru hjartanlega velkomnir. 

 

Dags.

Viðfangsefni samræðusmiðja

Staðsetning Háskólinn á Akureyri,
Sólborg v/Norðurslóð

25. janúar

Osmo – leikskóli og yngsta stig grunnskóla.

N102

8. feb

Lesfimi, hvernig metum við lesfimi nemenda og hvernig nýtum við niðurstöður matsins til að styðja við nemendur og efla lesfimi þeirra.

 L203

29. feb

Strákaspjall.

 L203

7. mars

Læsi á miðstigi, fjölbreytt vinnubrögð og nýtt námsefni.

 L203

4. apríl

Vinna með mál og læsi í tengslum við valdar barnabækur.

 L203

25. apríl

Leiðsagnarmat - unglingastig og framhaldsskóli.

 L203