OSMO

Osmo 

Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir Ipad. Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir.

OSMO er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára en bæði yngri og eldri einstaklingar geta haft gaman af að spreyta sig og eiga t.d. margir leikskólar Osmo.
Smáforritin sem fylgja tækinu eru frí og þau er hægt að sækja á App Store. Auðvelt er að setja Osmo upp og byrja að nota leikina.

 



Markhópur
Leik- og grunnskólakennarar, starfsmenn í leik- og grunnskólum. 

Námskeið
MSHA býður upp á tvö námskeið í OSMO:

  • Vinnustofu þar sem þátttakendur fá tækifæri til að prófa Osmo leikina: Tangram, Words, Numbers, Newton, Masterpiece, Monster, Coding Jam, Coding Awbie, Coding Duo, Pizza Co. og Dectective Agency. Markmiðið með vinnustofunni er að kennarar fái yfirsýn yfir hvaða leiki Osmo býður upp og sjái hvaða möguleika tækið býður upp á í kennslu.
  • Námskeið í Osmo Words þar sem þátttakendur læra að búa til verkefni á íslensku. Osmo Words hentar vel til að efla hljóðkerfisvitund og stafakunnáttu í leikskóla og í yngstu bekkjum grunnskólans. Smáforritið er einnig hentugt í tungumálakennslu fyrir allan aldur. Verkefnin er hægt að búa til hvort heldur sem er í tölvu eða Ipad.
  • Möguleiki er á að taka bæði námskeiðin í einu. 

Markhópur:
Leik- og grunnskóli
Starfsmenn skóla; kennarar, sérkennarar, leiðbeinendur.

Umfang:
Námskeið, 2-4 tímar.

Lýsing:
OSMO er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í OSMO örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Það sem gerir OSMO leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur púslukubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, teikna, skapa og gera tilraunir. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi í grunnskóla. Osmo er skemmtileg leið til að tengja upplýsingatækni við námssvið og námsgreinar á fjölbreyttan hátt í skólastarfinu.

Staðsetning:
HA eða úti í skólum