Code.org námskeið fyrir byrjendur

Code.org® er vefsíða sem hefur að markmiði að gefa öllum börnum tækifæri til að læra forritun. Á Code.org er að finna mikið magn af forritunarverkefnum fyrir alla aldurshópa. Efnið á síðunni er frítt og til á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að skrá sig inn á síðuna, stofna bekk, stilla vefinn á íslensku og finna verkefni við hæfi nemenda. Farið verður í gegnum nokkrar forritunaræfingar og að lokum skoðað hvernig hægt er að nálgast námsáætlanir og kennslumyndbönd á Code.org vefnum.

Námskeiðið hentar kennurum á öllum skólastigum.

Þátttakendur þurfa að taka með sér fartölvu á námskeiðið.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum á Akureyri 25. nóvember frá klukkan 14:15-16:15. Það kostar 15.000 kr. en er frítt fyrir kennara í leik- og grunnskólum á Akureyri. 

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér. 

Kennari: Sólveig Zophoníasdóttir