Skólaþjónusta við sveitarfélög

Skólaþjónusta við sveitarfélög

Miðstöð skólaþróunar tekur að sér að annast lögbundna skólaþjónustu  á grundvelli 21.–23. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Starf þjónustunnar beinist að því að efla leik- og grunnskóla sveitarfélaganna sem faglegra stofnana sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og nýtt eigin bjargir. Þjónustan við skólana tekur til stjórnunar, kennsluráðgjafar og starfsþróunar.  Samhliða því að skólar í sveitarfélögum með samning um að veita slíka þjónustu, geti óskað eftir þjónustu Miðstöðvar skólaþróunar er miðstöðinni ætlað að hafa forystu um mótun skólaþróunarverkefna og vinna að framkvæmd þeirra. Markmið starfsins er að stuðla að framsæknu skólasamfélagi í sveitarfélögunum í samræmi við menntastefnu þeirra. Lögð er áhersla á að vinna náið með skólastjórnendum og kennurum að þróun skólastarfs með áherslu á starfshætti sem koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og byggi upp starfsvettvang sem einkennir lærdómssamfélag. 

Miðstöð skólaþróunar er nú með samninga við Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð og fleiri minni sveitarfélög um skólaþjónustu.

Senda inn verkbeiðni.

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA gefur nánari upplýsingar um matsverkefni, námskeið og þróunarverkefni.
Sími: 460 8590 og 892 1453 - Netfang: gunnarg@unak.is