Jafnrétti í skólastarfi - 2017

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar HA og Jafnréttisstofu 
haldin í Háskólanum á Akureyri 1. apríl 2017

Jafnrétti í skólastarfi


Árleg vorráðstefna Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) var haldin 1. apríl 2017. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í samstarfi við Jafnréttisstofu. Þema ráðstefnunnar var jafnrétti í skólastarfi. Samkvæmt gildandi menntastefnu er markmið jafnréttismenntunar að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag sem byggir á þessum gildum. Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Jafnrétti er regnhlífarhugtak sem nær samkvæmt námskrá til eftirfarandi þátta; kyns, kynhneigðar, kynvitundar, menningar, litarháttar, ætternis, þjóðernis, tungumáls, trúarbragða, lífsskoðana, fötlunar, stéttar, búsetu og aldurs. 

Efni ráðstefnunnar var sniðið að leik-, grunn-, framhalds- og háskólum.  

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru:

  • Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Raddir nemenda. Nemendur í VMA
  • Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Auk aðalfyrirlestra voru málstofur og smiðjur þar sem reifuð voru ýmis mál er lutu að jafnrétti í skólastarfi. 

Dagskrá ráðstefnunnar

Veggspjald

Ráðstefnurit

Myndir frá ráðstefnudeginum