Námstefna um Byrjendalæsi 2018


Námstefna um Byrjendalæsi 

Föstudaginn 14. september næstkomandi heldur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefnu um Byrjendalæsi. Á námstefnunni koma saman kennarar sem kenna börnum á yngsta stigi grunnskóla með kennsluaðferðinni Byrjendalæsi. Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum. Á námstefnunni gefst kennurum tækifæri til að hittast, hlusta á áhugaverða fyrirlestra, deila hugmyndum og ræða saman. Námstefnuna sækja Byrjendalæsiskennarar af öllu landinu en aðrir sem vilja kynnast aðferðinni eru einnig velkomnir.

Dagskrá

12:30 Skráning og afhending gagna

13:00 Setning

13:10 Early literacy development in the digital age - Jackie Marsh prófessor

14:15 Barnabækur og fjölbreyttar textategundir - Margrét Tryggvadóttir rithöfundur

14:45 Kaffihlé

15:05 Málstofur (35 mínútur)

15:45 Málstofur (35 mínútur)

16:25 Námsstefnuslit

Málstofuyfirlit
Ágrip erinda

Aðalerindi flytja:

Jackie Marsh

Á námstefnunni mun Jackie Marsh, prófessor við Sheffield háskóla á Bretlandi flytja erindi um þróun læsis í stafrænum heimi. Jackie Marsh hefur sérhæft sig í rannsóknum á stafrænu læsi barna á leik- og grunnskólaaldri og skoðað það frá ólíkum sjónarhornum. DigiLitEy og MakEy eru meðal þeirra rannsóknarverkefna sem Jackie Marsh stýrir og snúa þau að stafrænu læsi barna og sköpun.

Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og bókmenntafræðingur mun flytja erindi um barnabækur og fjölbreyttar textagerðir á námstefnunni. Margrét á að baki langan starfsferil í ritstörfum en hún hefur m.a. starfað sem ritstjóri, þýðandi, rithöfundur og textagerðarmaður. Margrét hefur bæði skrifað skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og hlotið bæði Íslensku barnabókaverðlaunin (2006) og Fjöruverðlaunin (2017) fyrir störf sín.Bækur Margrétar Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar og Drekinn sem varð bálreiður hafa verið vinsælar bækur í Byrjendalæsi.