Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi 

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri býður upp á mat á skólastarfi þar sem teknir eru til skoðunar ákveðnir þættir í starfinu. Lögð er áhersla á leiðsagnarmat sem felst í því að að draga fram það sem vel er gert og benda á tækifæri til umbóta. Matið fer fram með margvíslegum hætti, ráðgjafar miðstöðvarinnar afla gagna um skólastarfið t.d. með vettvangsheimsóknum, greiningu gagna, könnunum og/eða viðtölum við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla, foreldra og nemendur. Unnið er úr gögnunum og starfsemin metin út frá gæðaviðmiðum menntastefnu sveitarfélagsins eða t.d. á grunni Matstækis um þróunaskólastarfs í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag (2018). Markmiðið er að veita upplýsingar um skólastarfið, stuðla að umbótum og auka gæði náms. Skólinn fær skýrslu í hendurnar með helstu niðurstöðum matsins auk þess sem að æskilegt er að í kjölfarið sé unnin umbótaáætlun. MSHA getur boðið upp á eftirfylgd eða þróunarstarf í kjölfar matsins. 

MSHA býður skólum einnig upp á aðstoð við að búa til, leggja fyrir og vinna úr rafrænum spurningalistakönnunum. 

Senda inn verkbeiðni.

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA gefur nánari upplýsingar um matsverkefni, námskeið og þróunarverkefni.
Sími: 460 8590 og 892 1453 - Netfang: gunnarg@unak.is