Norðurorka styrkir forritunarverkefni MSHA

Norðurorka hf. veitti styrki til samfélagsverkefna 6. janúar sl. og fór afhending styrkjanna fram á Flugsafni Íslands. Alls voru veittir 45 styrkir til fjölbreyttra verkefna og fékk Íris Hrönn Kristinsdóttir sérfræðingur við MSHA styrk til að kaupa spjaldtölvur til að nota í forritunarverkefni með leikskólakennurum og nemendum þeirra. Með góðum stuðningi og velvild í samfélaginu bætist smám saman við græjurnar á snjallvagni MSHA. Á næstunni verður boðið upp á snjallsmiðjur fyrir áhugasama og snjalla kennara til að prófa græjurnar, læra saman og skoða hvernig þær geta stutt við nám. Kærar þakkir fyrir stuðninginn Norðurorka hf.