Breytingar hjá MSHA

Í haust hóf Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir störf hjá okkur á Miðstöð skólaþróunar.

Sigrún Helga er með B.Ed.-gráðu í grunnskólafræði og M.A. í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri, auk þess sem hún stundar nám í ÍSAT fræðum við Háskóla Íslands. Hún hefur um þrjátíu ára starfsreynslu sem grunnskólakennari, sérkennari og verkefnastjóri í ÍSAT. Sérþekking Sigrúnar Helgu í ÍSAT mun gera okkur kleift að bjóða samstarfsskólunum okkar enn betri stuðning á þessu mikilvæga sviði í framtíðinni.

Á sama tíma kveðjum við Sigríði Ingadóttur, sem hefur starfað á MSHA frá árinu 2016. Sigríður hefur meðal annars sinnt verkefnum tengdum læsi, teymisvinnu og samskiptum, auk kennslu og námsgagnagerðar. Við þökkum henni fyrir vel unnin störf, fagmennsku, jákvætt viðmót og einstaklega gott samstarf í tæpan áratug. Við óskum Sigríði velfarnaðar í nýjum verkefnum og bjóðum Sigrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur hjartanlega velkomna til starfa!