Byrjendalæsi

Í ágúst sóttu 117 kennarar víðsvegar af landinu námskeið í Byrjendalæsi. Í hópnum voru kennarar sem eru að kenna nemendum frá 1. og upp í 5. bekk. Flottur hópur kennara sem greinilega er að gera góða hluti í sínum skólum. 

Í vetur verðum við hér á MSHA einnig með rafrænar smiðjur í Byrjendalæsi. Þessar smiðjur eru opnar öllum kennurum á landinu sem hafa áhuga á að fræðast um aðferðir Byrjendalæsis. 

Fyrstu smiðjurnar voru í síðustu viku og mættu 129 kennarar og leiðtogar á þær smiðjur. Á smiðju 1 var m.a. verið að ræða aðferðir gagnvirks lesturs og hvernig við nýtum þá aðferð í kennslu.

Á smiðju 2 voru kennarar að skoða bækur sem mms hefur gefið út og voru að horfa á hvernig við getum nýtt þær til að styðja við athafnamiðað nám hjá nemendum.