Byrjendalæsisblaðið komið út

Byrjendalæsisblaðið er komið út eftir nokkurt hlé. Í blaðinu er m.a. kynnt námskeið og ráðgjöf á vegum HA sem tengjast Byrjendalæsi, sagt frá rannsókn sem stendur yfir á Byrjendalæsi, fyrirhugaðri Námstefnu o.fl. Sem fyrr er kröftugt starf hjá kennurum sem kenna eftir aðferðum Byrjendalæsis. Í haust hófu þrír skólar þátttöku í verkefninu og þrettán skólar eru á öðru ári. Nokkrir skólar sem lokið hafa tveggja ára innleiðingarferli hafa komið aftur til leiks með miðstöðinni, annað hvort með því að mennta nýjan leiðtoga eða fá aftur reglulegar heimsóknir í skólann frá msHA.

Lesa blaðið