Byrjendalæsisblaðið komið út

Byrjendalæsisblaðið er komið út með fjölbreytt efni og hugmyndir sem tengjast læsi. Markmiðið með blaðinu er að koma upplýsingum um Byrjendalæsi á framfæri og segja frá ánægjulegri þróun og verkefnum í skólunum. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er lestraránægja og áhugi, rannsóknir á Byrjendalæsi, gagnvirkur lestur með sænsku tvisti, molar um nýjar bækur o.fl. 

Byrjendalæsisblaðið er sent í tölvupósti til allra skóla sem kenna eftir aðferðum Byrjendalæsis. Blaðið er einnig aðgengilegt hér á vefsíðu miðstöðvar skólaþróunar, á Facebooksíðu Byrjendalæsis og MSHA og á moodle vef Byrjendalæsis. Umsjón með efni blaðsins hefur læsisteymi miðstöðvarinnar þær Helga Magnea, Hólmfríður, Jenný, Ragnheiður Lilja og Þóra Rósa. Kennarar eru hvattir til að senda inn efni í blaðið til Jennýjar á netfangið jennyg@unak.is.