Dagur leikskólans!

Í dag mánudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 16. sinn.
 
Markmiðið með deginum er að beina athygli að því frábæra starfi sem fer fram í leikskólum landsins!
 
Í tilefni dagsins verður haldið málþing á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Málþingið ber yfirskriftina Allir sem vilja, þeir fá að vera með!
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í streymi á Facebook í hópnum Leikur og leikskólastarf.
 

Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag – alla daga!