Ozobot og Lego Wedo

11. desember
14:00-16:00
Stofa: K201 og K203

Ozobot eru litlir róbótar sem hægt er að forrita með spjaldtölvu eða með litakóðum. Litakóðunin er sérstaklega skemmtileg þar sem að Ozobot getur greint línur, liti og kóða bæði á pappír og stafrænu yfirborði, svo sem á spjaldtölvu. Auðvelt er að læra kóðana og búa til þrautabrautir og völundarhús fyrir róbótann. Ozobot eru fyrirferðarlitlir en bjóða upp á marga áhugaverða og skapandi möguleika, þeir hafa þann kost að hægt er að forrita þá bæði með skjá og án.

Ozobot passa vel bæði í leik- og grunnskólum. Þeir eru þróaðir með það í huga að nám eigi að fara fram í gegnum leik og samvinnu.

Lego Wedo er svipað og hið klassíska legó sem allir þekkja en með viðbættum forritunarmöguleikum. Nú er hægt að búa til sín eigin vélmenni og forrita þau til að gera alls kyns verkefni og þrautir.

Lego Wedo var hannað til að kveikja forvitni og ýta undir sköpunarkraftinn.

Vinnustofan skiptist í tvennt og fá þátttakendur klukkutíma með handhægu smáu Ozobot róbótum þar sem þeir læra að forrita þá bæði með litakóðum og með smáforritinu Ozoblockly og klukkutíma í Lego Wedo frábæra tæknilegóinu með forritunarmöguleikunum.

Fréttabréf Skapandi skólastarf #snjallvagninn

Kennarar: Sólveig Zophoníasdóttir og Íris Hrönn Kristinsdóttir

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.