Erfið samskipti stúlkna

Í boði er námskeið fyrir kennara og starfandi ráðgjafa í skólum. Námskeiðið byggir á hugmyndum bandarískra fræðimanna sem sett hafa saman áætlun fyrir skóla um hvernig vinna má með stúlkum sem eiga í samskiptavanda. Efnið hefur verið rannsakað og reynt á Íslandi og skilaði góðum árangri.

Námskeið verður í boði í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 12. okt. kl. 10 ef áhugi er fyrir hendi. Námskeiðið hefst á dags vinnu. Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins hver í sínum skóla og endað á ½ dags námskeiðið þegar þeirri vinnu er lokið. Nánari lýsingu má finna í viðhengi.  

Upplýsingar um námskeiðið „Erfið samskipti stúlkna – leið til lausna“. 

  • Námskeiðið verður haldið í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 12. okt. og hefst kl. 10 og stendur til kl. 16. 
  • Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla.
  • Námskeiðið endar á ½ dags námskeiði í jan./febr.
  • Kostnaður er kr. 25 þús. á skóla og geta einn til þrír þátttakendur komið frá hverjum skóla.
  • Þátttakendur fá aðgang að öllu efni sem nota þarf í vinnunni með stúlkunum á Moodle svæði HA.

 Mikill styrkur er fyrir málefnið ef fleiri en einn þátttakandi kemur frá hverjum skóla. Námskeiðið hefur verið haldið í Reykjavík og á Egilsstöðum og voru þátttakendur mjög ánægðir.

Áhugasamir senda tölvupóst á  ingibj@unak.is

Nánar um námskeiðið