Félagaspjall og Vertu næs!- um mikilvægi góðra samskipta

Nú hafa bæst við ný verkfæri í flóru samskipta- samræðuverkefna MSHA. Samskipta- og samræðuverkefnin okkar þarf vart að kynna en þau hafa notið mikilla vinsælda síðustu ára. Félagaspjall er nýtt samræðu- og samskiptanámskeið sem hefur göngu sína núna í haust. Félagaspjallið er netnámskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla sem starfa með nemendum í 6. - 7. bekk og vilja nýta efnið með þeim aldurshópi. Félagaspjallið brúar bilið á milli Krakkaspjalls og Unglingaspjalls.

Félagaspjallsnámskeið verður á netinu 20. október- skráning stendur yfir.

 Vertu næs!- um mikilvægi góðra samskipta er klukkutíma langt erindi sem sérfræðingur á MSHA er með fyrir stúlkur á unglingastigi. Erindið er bæði hugsað sem viðbót við Samskipti stúlkna – leið til lausna verkefnið eða sem stakur fyrirlestur fyrir stúlknahópa, hvort sem erindið er hugsað sem forvörn eða sem innlegg í hópa þar sem vinna þarf með samskiptamynstur sem hefur komið upp í hópnum. Erindið er flutt af fyrirlesara MSHA í skólum um land allt.

Sigríður Ingadóttir, sérfræðingur á MSHA, er fyrirlesari Vertu næs! og á lausa tíma fyrir fyrirlestur fyrir unglingsstúlkur á eftirfarandi stöðum í október og nóvember:

Suðvesturhorn landsins

Tímasetningar

Norðurland eystra/vestra og Austfirðir

Tímasetningar

Mánudagur
11. október

10 - 12

Þriðjudagur
2. nóvember

10 - 13

Þriðjudagur
12. október

8 - 12

Miðvikudagur
3. nóvember

13 - 14

Fimmtudagur
21. okt.

8 - 12

Fimmtudagur
4. nóvember

8 - 14

Föstudagur
22. október

8 - 12

Föstudagur
5. nóvember

8 - 14

Miðvikudagur
10. nóv.

8 - 12

 

 

Fimmtudagur
11. nóv.

8 - 12

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ingadóttir - sigriduri@unak.is