Forritunarvikan (Hour of code) - langar þig að taka þátt?

Max Pixel, Creative Commons
Max Pixel, Creative Commons

 

Langar þig að taka þátt í forritunarvikunni (Hour of Code) 9-15. desember næstkomandi?

Forritunarvikan er haldin um allan heim, 9.-15. desember 2019. Markmiðið er að þátttakendur forriti í a.m.k. eina klukkustund þessa viku, allir geta tekið þátt frá 4. ára - 104. ára. Forritunarvikunni er ætlað að svipta hulunni af forritun og sýna að allir geti lært grunnatriðin. Þátttaka hefur alltaf verið mjög góð og á hverju ári bætast við fleiri skólar. Rúmlega 140 milljón þátttakendur hafa tekið þátt í um það bil 180 löndum. Nú þegar er búið að skrá rúmlega 6000 viðburði fyrir desember 2019.  

Í vinnustofunni geta kennarar fengið aðstoð við að skipuleggja forritunarviðburð í skólanum sínum. Farið verður yfir hvernig best að skrá sig til leiks og þeir sem vilja geta klárað skráningu í vinnustofunni. Einnig verður fjallað um hvaða smáforrit og vefsíður er hægt að nota og þátttakendur fá að prófa forritin. 

Vinnustofan verður haldin í Háskólanum á Akureyri, 2. desemeber frá klukkan 14:15-16:15. Hún er þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. 

Skráning hér.

Kennarar: Íris Hrönn og Sólveig