Frá kennara til kennara. Að auka gæði í kennslunni okkar

Mjög áhugaverð málstofa um gæðakennslu á grunnskólastigi í boði HA og HÍ.

Málstofan er öllum opin og fer fram á vefnum 5. maí frá klukkan 14:00–16:15.

Í málstofunni munu kennarar sem tóku þátt í námskeiði um gæði kennslu í grunnskóla segja frá því hvernig þeir rýndu í afmarkaða þætti í eigin kennslu með aðstoð myndbandsupptöku og þeim umbótum sem gerðar voru í framhaldinu.