Hagnýtar leiðir í kennslu nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli

Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Miðstöð skólaþróunar og fræðslusvið Akureyrarbæjar standa fyrir námskeiði fyrir starfandi leik- og grunnskólakennara um hagnýtar leiðir í kennslu nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. 

Áhersla verður lögð á að kynna og vinna með námsefni sem gagnast þessum nemendahópi sem og að miðla fenginni reynslu meðal kennara.

Námskeiðið verður þrjú skipti, dagana 8. febrúar, 8. mars og 5. apríl frá klukkan 11:00-14:00 í Háskólanum á Akureyri (ef aðstæður leyfa). 

Létt hressing verður í boði.

Á milli lota prófa þátttakendur sig áfram með námsefni eftir því sem við á ef tími gefst til en að öðru leyti er ekki krafa um vinnu þátttakenda á milli lota. 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 36.
Skráningarfrestur er til 20. janúar - eða á meðan að enn eru laus pláss.